Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 20:29 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira