Magnús Þór fær atkvæðin okkar Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 13:00 Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Linda Heiðarsdóttir Jón Páll Haraldsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar