Gjaldþrota stefna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Fjölmiðlar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar