Lífið

Sann­kallað jóla­land í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Sigríður Stefánsdóttir og fjölskylda hafa sett upp jólaland í Múlalind í Kópavogi.
Sigríður Stefánsdóttir og fjölskylda hafa sett upp jólaland í Múlalind í Kópavogi. Stöð 2

Þegar er farið að bera á jólaskreytingum á einstaka stað í höfuðborginni. Fréttamaður okkar leit við í sannkölluðu jólalandi í Múlalind í Kópavogi.

Íbúar Múlalindar í Kópavogi hafa verið duglegir við jólaskreytingar síðustu ár. Búið er að skreyta hús eitt í götunni frá toppi til táar og í garðinum eru til að mynda vel á þriðja tug jólasveina.

Innlit í garðinn má sjá í spilaranum hér að neðan:

Sigríður Stefánsdóttir, íbúi hússins og mikið jólabarn segir ástæðu þess að þau skreyti svo snemma vera að þau vilji njóta ljósadýrðarinnar og að það sé einfaldlega dásamlegt að hafa skreytt.

Þá segir hún að skreytingum sé ekki lokið og að verið sé að vinna í gæluverkefni sem sett verði upp fljótlega.

Mikil samstaða í götunni

Fleiri íbúar Múlalindar hafa þegar sett upp jólaskraut, Sigríður fagnar því.

„Það er yndisleg samstaða hér í götunni og það skreyta allir svo flott. Þetta er bara dásamlegt,“ segir hún.

Hún segir börnin sín og önnur í götunni kunna vel að meta að fá jólaandann svo snemma í götuna. „Það er mikið hlaupið um og skoðað. Þau njóta,“ segir Sigríður.

Fréttamaður okkar leit einnig inn til Sigríðar þar sem hún sá hvorki meira né minna níu heila kassa af jólaskrauti. Hún segir ætlunina vera að skreyta heimilið að innan á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.