Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:10 Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Vísir/Egill Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. „Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
„Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54