Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 12:00 Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar segir Sólveigu njóta mikils stuðnings stjórnar Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu. Ólga innan Eflingar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira