„Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra helgi í Texas. Instagram/@crossfitgames Anníe Mist Þórisdóttir fékk að sjálfsögðu mikið hrós frá öllum sem fylgdust með frábærri frammistöðu hennar á Rogue Invitational stórmótinu í Texas um helgina. Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn. CrossFit Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn.
CrossFit Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira