Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2021 13:38 Dagmar Haraldsdóttir, eigandi Concept events og formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir mikinn uppgang hafa verið í skemmtanahaldi að undanförnu. Núna hins vegar sé talsvert um að fyrirtæki hafi aflýst viðburðum sínum vegna uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Sigurjón Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. „Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
„Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira