Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2021 13:38 Dagmar Haraldsdóttir, eigandi Concept events og formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir mikinn uppgang hafa verið í skemmtanahaldi að undanförnu. Núna hins vegar sé talsvert um að fyrirtæki hafi aflýst viðburðum sínum vegna uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Sigurjón Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. „Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Það sem ég hef séð, allavega frá okkur, þá hafa nær öll stærri fyrirtæki frestað sínum árshátíðum fram yfir áramót,” segir Dagmar en líkt og greint var frá í dag aflýsti ríkislögreglustjóri árshátíð sinni sem átti að fara fram í kvöld. Dagmar segir að almennt séu það fyrirtæki með 500 starfsmenn eða fleiri sem hafi aflýst viðburðum sínum. Þrátt fyrir það sé talsvert mikið um að vera enda hafi fyrirtæki stokkið á vagninn um leið og ráðist var í afléttingar. „Um leið og það var aflétt þá fór allt af stað í að skipuleggja og það er það sem er að gerast núna,” segir Dagmar og bætir við að mikið hafi verið sótt í viðburðarfyrirtæki að undanförnu. „Það er að koma þetta tímabil þar sem fólk er að hittast og gleðjast saman fyrir jól, á jólahlaðborðum og fleira. Við höfum verið að halda stærri árshátíðir og viðburði en þar erum við að mælast til að allir fari í hraðpróf.” Dagmar segir afar mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð og setji það sem skilyrði að fólk fari í hraðpróf fyrir stærri viðburði enda sé forsenda þess að hægt sé að halda viðburði að smit í samfélaginu séu í lágmarki. „Við mælum frekar með því en sjálfsprófunum því þau virðast ekki alveg gilda. Við höfum gert það með okkar viðburði að allir fari í hraðpróf og sýni strikamerki við inngang. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp nein sýking á þeim viðburðum sem við höfum verið að skipuleggja.” Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var sagt að flestum stærri árshátíðum um helgina hafi verið aflýst þegar raunin er að flest fyrirtæki hafa beðið með að skipuleggja árshátíðir fram yfir áramót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira