Varar við mikilli hættu í vetur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:53 Gunnar Geir Gunnarsson deilarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Aðsend Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól. Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið. Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Nú er vetur genginn í garð með tilheyrandi myrkri og hálku á götum borgarinnar. Fyrir notendur rafhlaupahjóla getur færð því orðið reglulega varasöm. „Minnsta hálka getur valdið mjög slæmum slysum á rafhlaupahjólum,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, og telur bagalegt að rafhlaupahjólin séu ekki á nagladekkjum. „Þau [rafmagnshlaupahjólin] eru þannig, að minnstu misfellur láta fólk missa jafnvægið. Það er í raun og veru miklu meiri hætta á að detta á þeim hjólum, af því dekkin eru svo lítil. Þá má lítið út af bregða af því handföngin eru svo stutt. Fólk er með hendurnar svo þétt upp að líkamanum að það nær jafnvel ekki að bera þær fyrir sig ef það dettur,“ segir Gunnar. „Stærra vandamál en reiðhjólin“ Gunnar segir að mikilvægt að allir noti hjálm, hvort sem um reiðhjól eða rafhlaupahjól sé um að ræða. Hjálmnotkun virðist ívið minni þegar rafhlaupahjól eiga í hlut en Gunnar segir að notkun hjálma á „leiguhjólum“ sé nánast engin. Fólk eigi að nota hjálm við öll tilefni. „Við erum að sjá miklu fleiri slys núna, alvarlegri slys, á rafhlaupahjólum heldur en reiðhjólum, sem segir okkur að þetta er orðið í raun stærra vandamál heldur en reiðhjólin. Þar af leiðandi er enn meira áríðandi að menn noti hjálm á þessum tækjum,“ segir Gunnar. Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er því ekki að ástæðulausu að Gunnar hafi áhyggjur af komandi vetri, þar sem færð verður líklega töluvert verri en var yfir sumarið.
Umferð Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25 Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Fékk heilablæðingu og flogakast eftir slys á rafhlaupahjóli „Þetta er víst allt á réttri leið núna. En ég er mjög vönkuð og stundum hringsnýst allt. Ég er samt betri í dag en í gær og er sátt svo lengi sem að gólfið er á réttum stað,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir (Cell 7) í samtali við Vísi. 3. ágúst 2021 20:25
Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30. október 2021 07:57