L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 16:31 Georginio Wijnaldum byrjar alla leiki þessa dagana á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Getty/ANP Sport Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum. Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira