Brugðumst Solskjær á einum versta degi á okkar ferli Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 14:00 Harry Maguire brúnaþungur á leiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Getty/Alex Livesey Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, segir að með niðurlægjandi 5-0 tapinu gegn Liverpool á sunnudag hafi leikmenn United brugðist knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær og öllum sem að félaginu komi. „Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt og svekkjandi. Þegar maður horfir til baka á úrslitin og frammistöðuna þá var þetta niðurlæging. Langt frá því að vera nógu gott fyrir þetta félag,“ sagði Maguire við Sky Sports í dag. „Ég er viss um að þetta er einn mesti lágpunktur ferilsins hjá okkur leikmönnunum öllum. Maður fer heim til sín og sefur ekki mikið því hugsanirnar streyma. „Ef ég hefði bara gert þetta.“ Í hreinskilni sagt þá fór ég bara heim og horfðist í augu við sjálfan mig og hvað ég gæti gert betur, og tek sjálfur fulla ábyrgð,“ sagði Maguire. United mætir Tottenham síðdegis á morgun og þrátt fyrir orðróma um að Solskjær yrði rekinn eftir tapið á sunnudag, og vangaveltur um hugsanlega arftaka hans, þá verður Norðmaðurinn þar við stjórnvölinn. „Við brugðumst stjóranum okkar í leiknum við Liverpool. Við brugðumst stuðningsmönnum, félaginu og okkur sjálfum. Við verðum að axla fulla ábyrgð á því. Skuldum við honum [Solskjær] góða frammistöðu? Að sjálfsögðu gerum við það,“ sagði Maguire. United hefur þegar fengið á sig 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, og ef 3-2 sigurinn gegn Atalanta í Meistaradeildinni er talinn með hefur liðið fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjum sínum. „Við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur. Ég ber mikla ábyrgð á því. Ég ber ábyrgð á minni eigin frammistöðu og líka á varnarframmistöðu liðsins. Ég er fyrirliði og hef verið fastamaður í vörninni í yfir tvö ár. Við höfum átt fína spretti en í augnablikinu erum við ekki að verjast nógu vel. Ég hef ekki spilað nógu vel og ég ætla mér að komast í það form sem ég var í síðustu tvær leiktíðir, fyrir meiðslin,“ sagði Maguire en hann meiddist í kálfa í leik gegn Aston Villa í september.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira