Anníe Mist eyddi hálftíma á dag í hitaþjálfun í gufubaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er að fara að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan að hún náði þriðja sætinu á heimsleikunum í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þegar þú býrð í kuldanum á Íslandi en ert á leið út til Texas til að keppa í miklum hita og miklum raka þá er um að gera að finna leið til þess að undirbúa sig. Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira