Risaeðla varar þjóðir heims við útrýmingu Heimsljós 28. október 2021 14:03 Undp Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag myndband í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“ Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn. „Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina. Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á www.dontchooseextinction.com. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar. UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Risaeðlur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“ Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn. „Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina. Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á www.dontchooseextinction.com. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar. UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Risaeðlur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent