Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:19 Mikið hefur gengið á hjá KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira