Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:19 Mikið hefur gengið á hjá KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira