„Lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2021 10:37 Sigmundur Ernir hefur sannarlega gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Sigmundur Ernir Rúnarsson er Akureyringur, sex barna faðir, blaðamaður, ljóðskáld, fyrrum alþingismaður og margt fleira. Í dag er hann ritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“ Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Hann hefur skrifað 25 bækur, ætlaði alltaf að verða kennari og elskar gamaldags orð eins og hundslappadrífa. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Sigmund á heimili hans og ræddu þeir saman yfir morgunbollanum. „Ég vakna oftast klukkutíma of snemma til þess að fara þægilega inn í daginn,“ segir Sigmundur Ernir og heldur áfram. „Mér finnst morgnarnir svo æðislegir. Ef ég mæti klukkan níu í vinnuna, eins og maður á að gera þá finnst mér ég allan daginn vera klukkutíma of seinn.“ Sigmundur Ernir er rithöfundur eins og áður segir og nýtir lausa tímann töluvert við skrift. Tvær ævisögur á leiðinni „Ég er að skrifa tvær ævisögur, ein er í raun tilbúin. Þetta er smá leyndó, en þetta er karl og kona. Ég elska að skrifa um íslenskt alþýðufólk sem hefur lifað ótrúlega skrýtna og viðburðaríka merkilega ævi.“ Sigmundur segist hafa lært það í blaðamennskunni að það hafi allir sögu til að segja. „Við erum búin til úr mistökum og mótvindi og það er það sem sníðir vankantana af okkur og það er það sem mótar okkur helst. Þetta er svo áhugavert, hvernig fólk tekst á við mótlætið og mistökin og þennan almenna breyskleika sem býr í hverjum manni. Þetta eru sögurnar. Þetta segi ég við allt ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, gerðu ráð fyrir mistökum, gerðu ráð fyrir mótvindi og ekki gera ráð fyrir að lífið sé dans á rósum.“ Sigmundur hefur gefið út nokkrar bækur sem hafa fengið góða dóma. „Ég er stoltastur af bókinni sem ég skrifaði um dóttur mína, frumburðinn, sem lifði erfiðara lífi heldur en nokkur maður getur ímyndað sér. Fjöl fötluð og blessuð sé minning hennar, dó úr sínum sjúkdómi. Sú bók vakti mjög mikla athygli og er sú bók sem hefur selst hvað mest, í yfir fimmtán þúsund eintökum. Hún kom út árið 2004 og er ennþá að seljast. Sem segir sína sögu.“
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira