Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar.
Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri.
Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF.
David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021
Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu.
„Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty.
„Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“
„Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna.