Tvöfalt líklegri til að vera tekin kyrkingartaki af maka en í slag niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2021 22:21 Drífa Jónasdóttir vann rannsóknina sem hluta af doktorsnámi sínu við læknadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Konum sem leitað hafa á spítala vegna ofbeldis hefur fækkað mikið á síðustu fimmtán árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsakandi segir niðurstöðurnar óvæntar, sérstaklega í ljósi þeirrar vitundarvakningar sem hefur orðið í samfélaginu síðustu ár. Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“ Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í rannsókninni voru bornir saman hópar kvenna sem leitað hafa á bráðamóttöku frá 2005 til 2019 vegna heimilisofbeldis annars vegar og annars konar ofbeldis hins vegar, til dæmis slagsmála niðri í bæ eða ofbeldis á vinnustað. Rannsóknin náði til fjögur þúsund kvenna. Fjórar af hverjum tíu konum sem leituðu á bráðamóttöku voru með áverka eftir heimilisofbeldi. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og einn rannsakenda, segir þetta mjög hátt hlutfall. „Þær voru að koma alveg ítrekað, voru að koma aftur og aftur út af líkamlegum áverkum á slysó,“ segir Drífa. Áhyggjuefni og algjörlega galið Áverkar á hópunum tveimur voru sambærilegir en í einu tilliti var afgerandi munur. Konur sem leituðu á spítala vegna heimilisofbeldis voru tvöfalt líklegri til að vera með áverka eftir hálstak en konur í hinum hópnum. „Sem er auðvitað áhyggjuefni og algjörlega galið að makar séu að taka konurnar sínar kyrkingartaki. Og athyglisvert að fá það staðfest að það er mikið algengara að ég myndi lenda í því sem þolandi heimilisofbeldis heldur en ef ég myndi lenda í slag einhvers staðar niðri í bæ,“ segir Drífa. Á umræddu fimmtán ára tímabili hefur jafnframt orðið 45 prósent fækkun í komum kvenna sem leita á bráðamóttöku vegna heimilisofbeldis. Fækkunin í almenna hópnum er meiri, eða 61 prósent. Drífa segir þetta hafa komið sér á óvart. „Á ekki lengra tímabili en þetta og á þessum tímum þar sem er verið að tala um þessa vitundarvakningu og fólk skammast sín kannski ekki eins mikið kannski og fyrir fimmtán árum fyrir að vera í ofbeldissambandi og vill koma fram. Og líka þessi mikla fækkun í almenna ofbeldinu. Það er sextíu og eitt prósent. Það er mjög mikið á þessum tíma,“ segir Drífa. „Þannig að af hverju virðast konur vera hættar að koma á bráðamóttökuna í Fossvogi? Ég veit það ekki, það er bara næsta doktorsverkefni.“
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent