Innlent

Stytting á sóttkví grunnskólabarna til skoðunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og mennigarmálaráðherra í viðtali við fréttastofu.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og mennigarmálaráðherra í viðtali við fréttastofu. Vísir/Vilhelm

Til skoðunar er að stytta sóttkví grunnskólabarna og gætu nýjar tillögur legið fyrir í lok vikunnar. Mennta- og menningarmálaráðherra ræddi stöðuna á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Grunnskólabörn þurfa líkt og aðrir að fara í sóttkví þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af Covid-19 en er ekki með einkenni. Það gerist í þeim tilfellum að maður hefur umgengist einhvern sem reyndist smitaður.

Börn í sóttkví þurfa að halda sig heima, takmarka umgengni við annað heimilisfólk og fara í sýnatöku og einangra sig ef einkenna verður vart. Sóttkví lýkur með sýnatöku sjö dögum eftir útsendingardag.

„Það sem við erum að hugsa um er hvernig við getum mögulega stytt sóttkvína og gert leiðbeiningarnar skilvirkari fyrir skólasamfélagið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

„Við viljum hugsa um öryggi allra en gera þetta skilvirkt,“ segir Lilja. Möguleiki sé á að stytta sóttkví barna.

Málið sé unnið með sóttvarnalækni og það muni skýrast betur í vikulok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×