Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 14:59 Birkir Snær lætur stuðningsmenn Liverpool heyra það á móti í orðastríði stuðningsmanna eftir leikinn. Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford. Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn. Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn.
Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira