Telur mansal falinn vanda á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. október 2021 12:31 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, telur að fleiri mansalsmál líti dagsins ljós með aukinni umræðu. Vísir/Vilhelm Þrettán tilfelli komu upp á síðasta ári þar sem grunur var um mansal, og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Þetta kom fram í erindi teymisstjóra Bjarkarhlíðar á ráðstefnu félagsráðgjafa í dag. Hún telur að um sé að ræða falinn vanda og grunar að í raun séu mun fleiri tilfelli sem varða mansal. Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi. Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi.
Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17
Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22