Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2021 12:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/egill Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Um sextíu prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Nýgengni smita hefur verið á uppleið enda greindist töluverður fjöldi einnig um helgina, eða um sjötíu manns á dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir faraldurinn á uppleið. „Enda er nokkuð ljóst að veiran er komin mjög víða og þegar hún er farin að smeygja sér inn á spítalann er það áhyggjuefni.“ Slakað hefur verið verulega á samkomutakmörkunum undanfarið og til stendur að aflétta öllum takmörkunum innanlands eftir rúmar þrjár vikur. Aðspurður hvort þetta sé raunhæft miðað við stöðuna lýsir Þórólfur áætluninni sem framtíðarsýn stjórnvalda - aðgerðir þurfi að lokum að sníða út frá raunverulegri stöðu. „Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ræður þessu endanlega. En ég held að ef við förum að fá mikla aukningu og aukningu á spítalanum held ég að menn þurfi nú kannski að endurskoða þær áætlanir.“ Hann segist þó enn ekki farinn að huga að því að grípa í taumana og skila ráðherra nýjum tillögum - þörf á því muni ráðast á næstunni. „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum næstu dagana. Hvernig hann er í stakk búinn að meðhöndla fólk og sinna þeim sem þurfa á innlögn að halda. Við erum kannski ekki að fylgjast svo mikið með þeim sem eru að greinast. Við vitum að það segir ekki alla söguna.“ Fólk með einkenni á ferðinni Þórólfur segir útbreiðsluna hraðari en hann vildi sjá og vísar til mikilla hópamyndana. Þá sé fólk með einkenni á ferðinni. „Veiran er víðs vegar og það þurfa ekki að vera stórar samkomur til þess að smit greinist. Erum að sjá að fólk með einkenni er víða og í vinnu og annars staðar og nær að smita marga. Þetta er kannski erfitt núna þegar fólk er bólusett og fær væg einkenni; menn halda sig síður til hlés og fara í sýnatöku,“ segir Þórólfur og bætir við að þannig breiðist veiran út. „Og held að hún muni gera það áfram. Þetta er svona það sem við erum að horfa upp á í því að lifa með veirunni. Það er svona landslag þar til að ónæmi verður meira í samfélaginu. Þá fer að hægjast á þessu en hvenær það verður er erfitt að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira