Villurnar sem Njarðvíkingar töldu að ekki væri Fotios fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 10:30 Fotios Lampropoulos var ósáttur með að vera flautaður út úr leiknum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Það varð kannski minna úr einvígi miðherjanna öflugu Ivan Aurrecoechea og Fotios Lampropoulos í gær en menn vonuðust til þegar Grindavík og Njarðvík mættust í Subway-deild karla. Ástæðan voru villuvandræði Grikkjans í fyrri hálfleik. Grindvíkingar urðu í gær fyrsta liðið til að vinna Njarðvík í deildinni í vetur og sýndu með þessum sigri að þeir eru til alls líklegir á þessari leiktíð. Þá munar um að vera með hinn öfluga spænska miðherja undir körfunum en Ivan Aurrecoechea lét mikið hafa fyrir sér í leiknum í gær. Njarðvíkingar voru mjög ósáttir með villurnar þrjár sem Fotios Lampropoulos fékk á fyrstu sex mínútum leiksins. Þegar hann yfirgaf völlinn með þrjár villur þá voru Njarðvíkingar sjö stigum yfir, 17-10. „Við erum 19-10 yfir og erum inn í okkar skipulagi en svo er hann bara flautaður út. Það voru allir í körfuboltahreyfingunni að bíða eftir einvígi Fotios og Ivans. Sjá þessa öflugu stóru menn kljást hérna en það var ekki leyft í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, við Svala Björgvinsson eftir leikinn. Fyrsta villa Fotios er alltaf villa, önnur villan er kannski ódýr og sú þriðja verður að teljast frekar vafasöm en þá fiskaði Ólafur Ólafsson á hann ruðning með tilþrifum. Það má sjá allar þessar þrjár villur hér fyrir neðan. Fotios Lampropoulos var með 15 stig og 12 fráköst á tæpum 26 mínútum í leiknum í gærkvöldi en á móti skoraði Ivan Aurrecoechea 24 stig og tók 17 fráköst. Ivan fiskaði líka átta villur á Njarðvíkinga. Klippa: Villur Fotios Lampropoulos í upphafi leiks Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Grindvíkingar urðu í gær fyrsta liðið til að vinna Njarðvík í deildinni í vetur og sýndu með þessum sigri að þeir eru til alls líklegir á þessari leiktíð. Þá munar um að vera með hinn öfluga spænska miðherja undir körfunum en Ivan Aurrecoechea lét mikið hafa fyrir sér í leiknum í gær. Njarðvíkingar voru mjög ósáttir með villurnar þrjár sem Fotios Lampropoulos fékk á fyrstu sex mínútum leiksins. Þegar hann yfirgaf völlinn með þrjár villur þá voru Njarðvíkingar sjö stigum yfir, 17-10. „Við erum 19-10 yfir og erum inn í okkar skipulagi en svo er hann bara flautaður út. Það voru allir í körfuboltahreyfingunni að bíða eftir einvígi Fotios og Ivans. Sjá þessa öflugu stóru menn kljást hérna en það var ekki leyft í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, við Svala Björgvinsson eftir leikinn. Fyrsta villa Fotios er alltaf villa, önnur villan er kannski ódýr og sú þriðja verður að teljast frekar vafasöm en þá fiskaði Ólafur Ólafsson á hann ruðning með tilþrifum. Það má sjá allar þessar þrjár villur hér fyrir neðan. Fotios Lampropoulos var með 15 stig og 12 fráköst á tæpum 26 mínútum í leiknum í gærkvöldi en á móti skoraði Ivan Aurrecoechea 24 stig og tók 17 fráköst. Ivan fiskaði líka átta villur á Njarðvíkinga. Klippa: Villur Fotios Lampropoulos í upphafi leiks
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn