Æft og bömpað í hitanum hjá íslenska CrossFit fólkinu í Austin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru byrjaðar að æfa í hitanum í Texas. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku keppendurnir hafa skilað sér til Texas fylkis í Bandaríkjunum þar sem framundan er Rogue Invitational boðsmótið sem byrjar í lok vikunnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira