Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 08:00 Líklegra en ekki er að Ole Gunnar Solskjær stýri Manchester United gegn Tottenham á laugardaginn. getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. Solskjær er undir gríðarlega mikilli pressu eftir 0-5 tap fyrir Liverpool á Old Trafford í fyrradag. United hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Þrátt fyrir það er mjög líklegt að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn þegar United sækir Tottenham heim á laugardaginn samkvæmt heimildum The Athletic. Æðstu prestar hjá United funduðu í gær og hafa ákveðið að halda tryggð við Solskjær, allavega fram yfir leikinn gegn Tottenham. Í grein The Athletic kemur fram að Solskjær sé ekki lengur með alla leikmenn United á sínu bandi og þeir séu orðnir þreyttir á taktísku ráðaleysi hans. Ástandið er þó ekki jafn slæmt og þegar José Mourinho var rekinn fyrir tæpum þremur árum. Leikmenn United fengu frí í gær en mæta aftur á æfingasvæðið í dag. Þar verður væntanlega farið vel yfir leikinn skelfilega gegn Liverpool. Antonio Conte ku hafa áhuga á stjórastarfinu hjá United og í gær var greint frá því að félagið hefði sett sig í samband við hann. Conte er án starfs eftir að hafa hætt hjá Inter eftir síðasta tímabil. Conte vill venjulega ekki taka við liði á miðju tímabili en er tilbúinn að gera undirtekningu í tilfelli United. Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea á árunum 2016-18. Undir hans stjórn varð liðið bæði Englands- og bikarmeistari. Enski boltinn Tengdar fréttir Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Solskjær er undir gríðarlega mikilli pressu eftir 0-5 tap fyrir Liverpool á Old Trafford í fyrradag. United hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Þrátt fyrir það er mjög líklegt að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn þegar United sækir Tottenham heim á laugardaginn samkvæmt heimildum The Athletic. Æðstu prestar hjá United funduðu í gær og hafa ákveðið að halda tryggð við Solskjær, allavega fram yfir leikinn gegn Tottenham. Í grein The Athletic kemur fram að Solskjær sé ekki lengur með alla leikmenn United á sínu bandi og þeir séu orðnir þreyttir á taktísku ráðaleysi hans. Ástandið er þó ekki jafn slæmt og þegar José Mourinho var rekinn fyrir tæpum þremur árum. Leikmenn United fengu frí í gær en mæta aftur á æfingasvæðið í dag. Þar verður væntanlega farið vel yfir leikinn skelfilega gegn Liverpool. Antonio Conte ku hafa áhuga á stjórastarfinu hjá United og í gær var greint frá því að félagið hefði sett sig í samband við hann. Conte er án starfs eftir að hafa hætt hjá Inter eftir síðasta tímabil. Conte vill venjulega ekki taka við liði á miðju tímabili en er tilbúinn að gera undirtekningu í tilfelli United. Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea á árunum 2016-18. Undir hans stjórn varð liðið bæði Englands- og bikarmeistari.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01
Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05
Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31
Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01
„Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30
Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30
„Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23