Zlatan sá fjórði á fimmtugsaldri til að skora í Serie A Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2021 22:05 Flest er nú fertugum fært. vísir/Getty Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira
Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira