Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 16:30 Rafa Benitez er þjálfari Everton EPA-EFE/Peter Powell Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5. Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sjá meira
Þetta byrjaði samt vel fyrir Everton. Tom Davies kom bláklæddum heimamönnum yfir strax á 3. mínútu eftir undirbúning Demarai Gray. Joshua King jafnaði svo á 13. mínútu fyrir gestina í öðrum leik þjálfarans Claudio Ranieri. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Richarlison kom svo Everton í 2-1 á 63. mínútu og liðið í miklu stuði. Svo kom hrunið. Juraj Kucka jafnaði metin á 78. mínútu og King skoraði svo tveimur mínútum síðar. King var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og Emmanuel Dennis skoraði svo fimmta markið. Watford liðið skall eins og foss á Everton í lokin og þeir áttu engin svör. Á Elland Road í Leeds gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Wolves. Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu og þar við sat í langann tíma. Allt þar til hinn kornungi Joe Gelhardt kom sér djúpt inn í teiginn og þar var brotið á honum. Vítaspyrna dæmd og Rodrigo skoraði af öryggi. Allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Frábær stemmning. "They're like a 12th man" Joe Gelhardt on his home debut and the impact of the #LUFC fans pic.twitter.com/zHUgpxWWa7— Leeds United (@LUFC) October 23, 2021 Southampton og Burnley gerðu 2-2 jafntefli í Southampton. Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu en Livramento jafnaði fyrir Southamptin rétt fyrir leikhlé. Armando Broja kom svo Southampton yfir á 50. mínútu en Burnley lék eftir það sem Southamptin hafði gert og jöfnuðu leikinn á 57. mínútu og aftur var það Cornet. Þá gerðu Crystal Palace og Newcastle 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Christian Benteke Palace yfir á 56. mínútu. Callum Wilson svaraði tíu mínútum síðar fyrir Newcastle og þar við sat.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sjá meira