Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 09:30 Chris Paul átti frábæran leik í nótt EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101. NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101.
NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira