Fótbolti

Myndasyrpa frá stórsigri Íslands í gærkvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu af innlifun með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu af innlifun með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Vísir/Hulda Margrét

Ísland vann stórbrotinn 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í fótbolta í gærkvöld. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og tók fjölda mynda á votum Laugardalsvelli.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir.Vísir/Hulda Margrét
UEFA skráði markið sem sjálfsmark en Berglind Björg var ekki alveg á því.Vísir/Hulda Margrét
Berglind Björg fagnar með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/Hulda Margrét
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, voru kát í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, voru kát í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Sveindís Jane Jónsdóttir átti góðan leik að venju.Vísir/Hulda Margrét
Íslenska liðið fagnar einu fjögurra marka sinna.Vísir/Hulda Margrét
Dagný Brynjarsdóttir skoraði, með skalla að sjálfsögðu.Vísir/Hulda Margrét
Guðný Arnardóttir var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Guðný var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Þorsteinn á hliðarlínunni í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Gunnhildur Yrsa sýndi lipra takta á vellinum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Guðný var sem rennilás á hægri vængnum.Vísir/Hulda Margrét
Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn af bekknum og setti mark sitt á leikinn. Bókstaflega.Vísir/Hulda Margrét
Gunnhildur Yrsa gaf ekkert eftir.Vísir/Hulda Margrét
Sveindís Jane á sprettinum.Vísir/Hulda Margrét
Dagný nær boltanum á sitt vald. Agla María og Gunnhildur Yrsa fylgjast með.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Berg­lind Björg: „Nei nei nei, ég skoraði þetta mark“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir opnaði markareikning Íslands í 4-0 stórsigrinum á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var eðlilega himinlifandi að leik loknum er hún ræddi við Vísi og Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×