Landsliðsþjálfarinn vildi ekki að Guðný myndi senda boltann fyrir markið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2021 22:41 Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, mættu á blaðamanna fund að loknum kvennalandsleik Íslands og Tékklands á Laugadalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Leiknum lauk með 4-0 sigri Íslands en leikurinn var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni fyrir HM kvenna árið 2023. Guðný Árnadóttir spilaði sinn tólfta landsleik en var aðeins í annað sinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún átti góðan leik og lagði meðal annars upp síðasta mark Íslands sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði, skoraði. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, var spurður út í frammistöðu Guðnýjar á fundinum og þegar blaðamaður minntist á stoðsendinguna hló Glódís Perla. „Ég met frammistöðu hennar bara vel, hún er að þróast og þroskast og ég er bara sáttur með hana. Við erum að fá flotta hluti frá henni og hún á bara eftir að verða betri,“ sagði Þorsteinn áður en Glódís Perla tók við og spurði hvort þjálfari sinn ætlaði ekkert að minnast á það sem hann sagði. Þorsteinn neitaði svo Glódís útskýrði sjálf. „Heyriði ekkert í Steina þarna á hliðarlínunni eða? Rétt fyrir ‚assistið‘ þá heyrðist bara NEEEEEEI, GEFÐU HANN ÚT,“ sagði Glódís og salurinn hló en líkt og fyrr segir lagði Guðný með þessari sendingu upp loka mark íslenska liðsins. Glódís Perla bætti svo við „hún tekur allavega sínar eigin ákvarðanir, ég er ánægð meða hana.“ Hún var svo spurð út í það hvernig henni finnist Guðnýju ganga að fóta sig í nýrri stöðu. „Hún er klárlega öruggari, mér finnst hún búin að venjast þessu ótrúlega hratt. Þetta er auðvitað bara annar leikurinn sem hún er að spila þarna og þvílíkur stígandi bara með hverri mínútunni. Mér finnst hún ótrúlega flott og stendur sig ótrúlega vel. Svo er hún líka leiðtogi og talar mikið og er örugg á sínu,“ sagði Glódís Perla um Guðnýju.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10