Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir á heimsleikunum í CrossFit í júlílok. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi. CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi.
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira