Stærsta tap Mourinho á ferlinum á köldu kvöldi í Noregi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2021 07:00 Síðan José Mourinho hóf þjálfaraferil sinn hefur hann aldrei tapað með meiri mun en í gær. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images José Mourinho, knattpyrnustjóri Roma, mátti þola sitt stærsta tap á ferlinum er liðið heimsótti Alfons Sampsted og félaga í Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu í gær. Alfons lagði upp þriðja mark heimaliðsins, en lokatölur urðu 6-1. Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira