„Setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2021 22:30 Mynd/Skjáskot Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við jöfnum og hörðum leik þegar Ísland tekur á móti Tékkum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 á morgun. „Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira