Umfjöllun: Tarbes - Haukar 66-53 | Haukar máttu þola tap í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 19:45 Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil. Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil. Eflaust var einhver flugþreyta í Haukakonum í upphafi leiks en liðið átti mjög erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta. Heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan sóknarleikur Hauka var einkar stirðbusalegur, staðan að fyrsta leikhluta loknum var 21-11 Tarbes í vil. Í öðrum leikhluta kviknaði í Haukunum á báðum endum vallarins, tókst þeim að minnka muninn niður í aðeins þrjú stig fyrir hálfleik. Staðan þá 31-28 og ljóst að Hafnfirðingar voru ekki mættir til að láta valta yfir sig. Síðari hálfleikur byrjaði hins vegar líkt og sá fyrri, heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan Haukar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega. Munurinn var kominn upp í 14 stig fyrir síðasta leikhluta sem Haukar unnu með eins stigs mun og lokatölur 66-53. Helena Sverrisdóttir fór fyrir sínum konum, skoraði hún 15 stig ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar og taka sex fráköst. Haiden Palmer skoraði 12 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Þar á eftir kom Lovísa Henningsdóttir með átta stig og tvö fráköst. Clementine Claire Samson var stigahæst í liði Tarbes með 25 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Haukar eru á botni L-riðils eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil. Eflaust var einhver flugþreyta í Haukakonum í upphafi leiks en liðið átti mjög erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta. Heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan sóknarleikur Hauka var einkar stirðbusalegur, staðan að fyrsta leikhluta loknum var 21-11 Tarbes í vil. Í öðrum leikhluta kviknaði í Haukunum á báðum endum vallarins, tókst þeim að minnka muninn niður í aðeins þrjú stig fyrir hálfleik. Staðan þá 31-28 og ljóst að Hafnfirðingar voru ekki mættir til að láta valta yfir sig. Síðari hálfleikur byrjaði hins vegar líkt og sá fyrri, heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan Haukar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega. Munurinn var kominn upp í 14 stig fyrir síðasta leikhluta sem Haukar unnu með eins stigs mun og lokatölur 66-53. Helena Sverrisdóttir fór fyrir sínum konum, skoraði hún 15 stig ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar og taka sex fráköst. Haiden Palmer skoraði 12 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Þar á eftir kom Lovísa Henningsdóttir með átta stig og tvö fráköst. Clementine Claire Samson var stigahæst í liði Tarbes með 25 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Haukar eru á botni L-riðils eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira