Klopp: „Gæti ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2021 22:46 Jürgen Klopp og Diego Simeone takast í hendur fyrir leik. Eitthvað sem átti eftir að klikka að leik loknum. Nick Potts/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að leikruinn hafi verið erfiður, en að hans menn hafi spilað vel. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Við vorum furðugóðir í byrjun leiks,“ sagði Klopp í leikslok. „Bjuggumst við við því að þeir yrðu svona varnarsinnaðir? Líklega ekki. Þetta var ekki auðvelt. Við skoruðum tvö frábær mörk og spiluðum svo flottan fótbolta.“ Klopp segir að liðið hafi getað gert ýmislegt til að koma í veg fyrir mökin tvö sem Atlético skoruðu í kvöld. „Staðan var 2-0, en Atlético er nokkuð sama um hvort þeir eru með boltann eða ekki. Við gáfum þeim fyrra markið, en seinna markið, þó að það hafi verið vel spilað þá skildum við eftir of mikið af opnum svæðum. Það var ekki í lagi.“ Þjóðverjinn segir að liðið hafi spilað vel í seinni hálfleik, en að það hafi vissulega hjálpað að vera manni fleiri. „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik í erfiðum leik þar sem bæði lið spiluðu af mikilli ákefð. Við fengum víti, og svo var rautt spjald sem auðvitað hjálpaði okkur.“ Heimamenn í Atlético Madrid fengu einnig vítaspyrnu í leiknum, en eftir að hafa farið í skjáinn fræga, ákvað dómari leiksins að taka þann dóm til baka. „Ég sá þetta og okkar víti var víti. Ég held að hitt hafi ekki verið víti, en ég bjóst ekki við því að hann myndi snúa dómnum við. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun. Rauða spjaldið var óheppni, en það er klárt rautt spjald. Hann [Griezmann] fer með fótinn í andlitið að Firmino. Þetta getur gerst.“ „Þetta var erfiður leikur, en ef ég á að vera hreinskilinn þá gæti mér ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leikina. Á svona kvöldi er mjög ljúft að taka þrjú stig.“ Eftir leikinn strunsaði Diego Simeone, þjálfari Atlétici Madrid, beint inn í klefa án þess að taka í höndina á Klopp, eða nokkrum öðrum. Klopp segir að viðbrögð kollega síns hafi ekki verið honum til framdráttar. „Við viljum ekki sjá svona, en já, það er augljóst að ég vill taka í höndina á honum. Viðbrögði hans, eins og mín, voru ekki alveg nógu góð. Við tökumst í hendur næst þegar við hittumst. Þetta er ekkert mál. Hann var augljóslega reiður, ekki út í mig, heldur út í leikinn,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira