Salah tryggði Liverpool sigurinn í fjörugum leik 19. október 2021 20:57 Mohamed Salah fagnar öðru marki sínu, og þriðja marki Liverpool í kvöld. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Mohamed Salah er búinn að vera sjóðandi heitur upp á síðkastið, en hann skoraði tvö mörk, er Liverpool vann 3-2 sigur gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Gestirnir í Liverpool voru búnir að taka forystuna strax á áttundu mínútu þegar Mohamed Salah lék á þrjá varnarmenn og smellti boltanum svo snyrtilega í fjærhornið. Fimm mínútum síðar var Naby Keita búinn að tvöfalda forystu gestanna með frábæru marki þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því Antoine Griezmann minnkaði muninn eftir tuttugu mínútna leik, og hann var aftur á ferðinni á 34. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir heimamenn. Staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Á 52. mínútu fékk Antoine Griezmann að líta beint rautt spjald þegar hann lyfti löppinni full hátt með þeim afleiðingum að hún hafnaði í andliti Roberto Firmino. Þegar um 12 mínútur voru til leiksloka gerðist Mario Hermoso sekur um slæm mistök í vörn Atlético Madrid þegar hann braut klaufalega á Diogo Jota innin vítateigs. Mo Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þrem mínútum síðar var Diogo Jota sjálfur sæmdur brotlegur innan síns eigin vítategs á hinum enda vallarins. Leikmenn Liverpool voru virkilega ósáttir við dóminn, og eftir miklar pælingar fór dómari leiksins sjálfur í skjáinn góða og komst að þeirri niðurstöðu að draga dóminn til baka. Stuðningsmenn annarra liða en Liverpool hefðu líklega viljað sjá dóminn standa þar sem að fyrrum leikmaður liðsins, Luis Suarez, sem var nýkominn inn á sem varamaður, var kominn með boltann í hendurnar og tilbúinn að taka vítið. Ekki tókst tíu leikmönnum Atlético að brjóta vörn Liverpool á bak aftur og niðurstaðan varð því 3-2 sigur gestanna í stórskemmtilegum leik. Meistaradeild Evrópu
Mohamed Salah er búinn að vera sjóðandi heitur upp á síðkastið, en hann skoraði tvö mörk, er Liverpool vann 3-2 sigur gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Gestirnir í Liverpool voru búnir að taka forystuna strax á áttundu mínútu þegar Mohamed Salah lék á þrjá varnarmenn og smellti boltanum svo snyrtilega í fjærhornið. Fimm mínútum síðar var Naby Keita búinn að tvöfalda forystu gestanna með frábæru marki þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig. Fjörið í fyrri hálfleik var ekki búið því Antoine Griezmann minnkaði muninn eftir tuttugu mínútna leik, og hann var aftur á ferðinni á 34. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir heimamenn. Staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Á 52. mínútu fékk Antoine Griezmann að líta beint rautt spjald þegar hann lyfti löppinni full hátt með þeim afleiðingum að hún hafnaði í andliti Roberto Firmino. Þegar um 12 mínútur voru til leiksloka gerðist Mario Hermoso sekur um slæm mistök í vörn Atlético Madrid þegar hann braut klaufalega á Diogo Jota innin vítateigs. Mo Salah fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þrem mínútum síðar var Diogo Jota sjálfur sæmdur brotlegur innan síns eigin vítategs á hinum enda vallarins. Leikmenn Liverpool voru virkilega ósáttir við dóminn, og eftir miklar pælingar fór dómari leiksins sjálfur í skjáinn góða og komst að þeirri niðurstöðu að draga dóminn til baka. Stuðningsmenn annarra liða en Liverpool hefðu líklega viljað sjá dóminn standa þar sem að fyrrum leikmaður liðsins, Luis Suarez, sem var nýkominn inn á sem varamaður, var kominn með boltann í hendurnar og tilbúinn að taka vítið. Ekki tókst tíu leikmönnum Atlético að brjóta vörn Liverpool á bak aftur og niðurstaðan varð því 3-2 sigur gestanna í stórskemmtilegum leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti