Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 12:09 Svartklæddir liðsmenn öryggissveita kúbversku kommúnistastjórnarinnar í eftirlitsferð um Havana eftir fjölmenn mótmæli þar í júlí. Hundruð manna voru handtekin í kjölfar þeirra. Vísir/Getty Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði. Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“. Kúba Mannréttindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“.
Kúba Mannréttindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira