Ástin blómstrar eftir Fyrsta blikið: „Eins og að vinna í lottóinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2021 10:30 Helga Guðmundsóttir og Garðar Ólafsson eru par eftir þátttöku þeirra í Fyrsta blikinu. Er hægt að finna ástina fyrir framan alþjóð? Það má með sanni segja það en þau Helga Guðmundsdóttir og Garðar Ólafsson kynntust í þættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 þar sem þau fóru á stefnumót fyrir framan myndavélar. Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira