Ekki er ljóst hvers vegna maðurinn hékk utan á körfunni þegar loftbelgurinn hóf sig á loft, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vefmiðlar í Ísrael birtu myndir þar sem maðurinn sást halda dauðahaldi í körfuna í miðju lofti.
AP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra á sævðinu að frumrannsókn bendi til þess að loftbelgurinn hafi farið á loft með manninn hangandi utan á körfunni. Vegfarendur á jörðu niðri hafi gert lögreglu viðvart og hún lét flugmanninn vita. Hann náði þó ekki að lenda belgnum áður en starfsmaðurinn missti takið.
Lögregla segir að maðurinn hafi fallið um hundrað metra og lent á vegi í norðanverðu landinu. Hann var á þrítugsaldri, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að maðurinn hafi lent ofan á bíl sem var ekið eftir veginum.
Fjórtán farþegar voru um borð í loftbelgnum en flugmaðurinn lenti honum heildu og höldnu.