Utan vallar: Er Solskjær of mikið ljúfmenni fyrir Man. United? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 11:30 Ole Gunnar Solskjær eftir tapleikinn á móti Leicester City um helgina. EPA-EFE/NEIL HALL Það er óhætt að segja að það sé mikil pressa á norska knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær eftir slakt gengi Manchester United liðsins að undanförnu. Fáir knattspyrnustjórar hafa fengið að eyða jafnmiklum peningi í leikmenn og nú síðast fékk hann ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo á silfurfati frá Juventus. Árangurinn hefur samt látið á sér standa og nú síðast tapaði United liðið 4-2 á móti Leicester City, liði sem hafði ekki unnið deildarleik síðan í ágúst. Manchester United hefur áður staðið við bakið á Solskjær þegar pressan er orðin mikil og það hefur skilað betri árangri en eins og alltaf virðist liðið skorta stöðugleikann og gæðin þegar væntingarnar eru orðnar miklar. Manchester United are still backing Ole Gunnar Solskjær. They expect the situation to improve in the next weeks of course, not happy with last results & team performances - but club still protecting the manager. #MUFCMore here: https://t.co/9qF49eMcI7 pic.twitter.com/iiodnmRYVv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2021 Stuðningsmenn hinna félaganna vilja Ole áfram Stuðningsmenn hinna liðanna vilja endilega að Solskjær haldi áfram með United enda flestir sammála því að hægt sé að gera miklu meira með þennan frábæra leikmannahóp. Pirringurinn meðal stuðningsmanna United eykst með hverri slöku frammistöðu liðsins á fætur annarri. Gagnrýni á að Norðmaðurinn sé að nota vitlausa taktík, skorti staðfestu í leikstíl og að hann sé nota suma leikmenn of mikið og aðra allt of lítið. Það fer líka mikið í taugarnar á sumum að Solskjær er alltaf brosandi sama hvernig fer. Hann virðist aldrei verða sérstaklega fúll eða reiður. Þess í stað mætir hann góðlegur í viðtöl og reynir að grípa í allt til þess að gera það besta úr stöðunni. Allar ákvarðanir hans virðast vera teknar eftir mikil fundahöld með aðstoðarmönnum sínum en um leið er hann oft alltaf lengi að bregðast við því sem er greinilega ekki að ganga vel. Þegar leikstíll liðsins er borinn saman við hin liðin við toppinn þá lítur ekki út fyrir að menn eyði of miklum tíma í taktík eða að setja upp pressu á andstæðinganna heldur meira að leyfa stjörnunum að vera stjörnur. Um leið er ólíklegra að liðið vinni nógu vel saman og þá sérstaklega varnarlega. Harðstjórarnir Louis Van Gaal og Jose Mourinho á undan honum áttu líka stundum í vandræðum með hópinn en það var ekki nærri því sama púður í leikmannahópnum þegar þeir sátu í stjórastólnum. The match going fans are still behind Solskjaer & applaud him. Why?? He s been there three years, he s won no trophies. #MUFC are going backwards under Solskjaer Alex Crook rants on the state of Man United under Ole Gunnar Solskjaer pic.twitter.com/buKyJW0HO7— talkSPORT (@talkSPORT) October 17, 2021 Enginn titill eftir þrjú ár Nú er stórstjarna í hverri stöðu og flestir þeirra hafa verið keyptar fyrir stórar upphæðir og til þess að gera liðið klárt í að berjast um titlana. Nú hefur Solskjær stýrt United í næstum því þrjú ár og enn hefur enginn titill unnist. Þessi góðlátlega og vinalega framkoma norska knattspyrnustjórans hefur sannfært suma um að hann sé hreinlega of mikið ljúfmenni fyrir knattspyrnustjóra liðs eins og Manchester United. Liðið er fullt af ofurstjörnum sem hlusta kannski ekki alltof mikið á Norðmanninn sem er ekki sá líklegasti til að æsa sig mikið. "Ole will not win a league title or Champions League as Man United manager, he's not at the level of the other managers."@Carra23 says that Ole Gunnar Solskjaer has done a good job at Manchester United but feels he can't compete with the other top managers pic.twitter.com/VC2AhMIxk2— Football Daily (@footballdaily) October 18, 2021 Liðið þarf að vinna betur saman Það er kannski enginn að biðja um hárblásara eins og frá Sir Alex Ferguson forðum daga en það blasir samt við að það þarf að fá liðið til að vinna betur saman að því að nýta sér betur þau gæði sem eru þar innanborðs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að Solskjær verði rekinn. Hann er mjög vel liðinn náungi og virðist vera í góðu sambandi við eiganda félagsins. Þarna erum við líka að tala um manninn sem tryggði félaginu þrennuna ógleymanlegu með sigurmarkinu í Meistaradeildinni vorið 1999. Nú eru samt gríðarlega mikilvægir dagar fram undan. Meistaradeildin gæti verið í hættu með slökum úrslitum á móti Atalanta og svo eru það erkifjendurnir í Liverpool um næstu helgi þar sem tap gæti nánast tekið liðið úr allri titilbaráttu í bráð. Þróun mála í stjórnartíð Solskjær er að þegar væntingarnar vaxa þá hefur liðið gefið eftir og þegar sæti hans fer að glóa þá fer aftur að ganga betur. Það skýrist örugglega margt í næstu tveimur leikjum. Góð úrslit þar breyta miklu en slæm úrslit kalla á enn harðari viðbrögð stuðningsmanna og annarra. "I've got Man United fans on my timeline all the time saying "he's your mate you won't call him out" no I won't."@GNev2 defends the criticism he has received from fans for not calling for Man United to sack Ole Gunnar Solskjaer pic.twitter.com/V1hS2f2jhA— Football Daily (@footballdaily) October 18, 2021 Þurftu að dúsa í 45 mínútur í klefanum eftir leik Það er auðvelt að kunna vel við Norðmanninn vinalega en það er ekki góðmennskan sem mun gera United aftur að meistaraliði. Samkeppnin er mikil á öllum stöðum og þrátt fyrir frábæran leikmannahóp þá er það undir stjóranum komið að fá þá til að vinna sem best saman. Síðustu fréttir úr herbúðum United er að Solskjær hafi verið öskuillur eftir Leicester-leikinn og látið leikmenn dúsa inn í klefa í 45 mínútur eftir leikinn. Kannski er karlinn búinn að átta sig á því að stundum þarf hann að setja vinalega Norðmanninn til hliðar og rifja upp einn hárblásara frá Sir Alex. Solskjær ætti að hafa heyrt þá nokkra á sínum ellefu árum sem leikmaður Ferguson. Það þarf eitthvað að breytast og þeir sem eru ekki alveg búnir að afskrifa taktík norska stjórans verða samt að fá skýr skref í rétta átt í þessari viku. Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Fáir knattspyrnustjórar hafa fengið að eyða jafnmiklum peningi í leikmenn og nú síðast fékk hann ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo á silfurfati frá Juventus. Árangurinn hefur samt látið á sér standa og nú síðast tapaði United liðið 4-2 á móti Leicester City, liði sem hafði ekki unnið deildarleik síðan í ágúst. Manchester United hefur áður staðið við bakið á Solskjær þegar pressan er orðin mikil og það hefur skilað betri árangri en eins og alltaf virðist liðið skorta stöðugleikann og gæðin þegar væntingarnar eru orðnar miklar. Manchester United are still backing Ole Gunnar Solskjær. They expect the situation to improve in the next weeks of course, not happy with last results & team performances - but club still protecting the manager. #MUFCMore here: https://t.co/9qF49eMcI7 pic.twitter.com/iiodnmRYVv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2021 Stuðningsmenn hinna félaganna vilja Ole áfram Stuðningsmenn hinna liðanna vilja endilega að Solskjær haldi áfram með United enda flestir sammála því að hægt sé að gera miklu meira með þennan frábæra leikmannahóp. Pirringurinn meðal stuðningsmanna United eykst með hverri slöku frammistöðu liðsins á fætur annarri. Gagnrýni á að Norðmaðurinn sé að nota vitlausa taktík, skorti staðfestu í leikstíl og að hann sé nota suma leikmenn of mikið og aðra allt of lítið. Það fer líka mikið í taugarnar á sumum að Solskjær er alltaf brosandi sama hvernig fer. Hann virðist aldrei verða sérstaklega fúll eða reiður. Þess í stað mætir hann góðlegur í viðtöl og reynir að grípa í allt til þess að gera það besta úr stöðunni. Allar ákvarðanir hans virðast vera teknar eftir mikil fundahöld með aðstoðarmönnum sínum en um leið er hann oft alltaf lengi að bregðast við því sem er greinilega ekki að ganga vel. Þegar leikstíll liðsins er borinn saman við hin liðin við toppinn þá lítur ekki út fyrir að menn eyði of miklum tíma í taktík eða að setja upp pressu á andstæðinganna heldur meira að leyfa stjörnunum að vera stjörnur. Um leið er ólíklegra að liðið vinni nógu vel saman og þá sérstaklega varnarlega. Harðstjórarnir Louis Van Gaal og Jose Mourinho á undan honum áttu líka stundum í vandræðum með hópinn en það var ekki nærri því sama púður í leikmannahópnum þegar þeir sátu í stjórastólnum. The match going fans are still behind Solskjaer & applaud him. Why?? He s been there three years, he s won no trophies. #MUFC are going backwards under Solskjaer Alex Crook rants on the state of Man United under Ole Gunnar Solskjaer pic.twitter.com/buKyJW0HO7— talkSPORT (@talkSPORT) October 17, 2021 Enginn titill eftir þrjú ár Nú er stórstjarna í hverri stöðu og flestir þeirra hafa verið keyptar fyrir stórar upphæðir og til þess að gera liðið klárt í að berjast um titlana. Nú hefur Solskjær stýrt United í næstum því þrjú ár og enn hefur enginn titill unnist. Þessi góðlátlega og vinalega framkoma norska knattspyrnustjórans hefur sannfært suma um að hann sé hreinlega of mikið ljúfmenni fyrir knattspyrnustjóra liðs eins og Manchester United. Liðið er fullt af ofurstjörnum sem hlusta kannski ekki alltof mikið á Norðmanninn sem er ekki sá líklegasti til að æsa sig mikið. "Ole will not win a league title or Champions League as Man United manager, he's not at the level of the other managers."@Carra23 says that Ole Gunnar Solskjaer has done a good job at Manchester United but feels he can't compete with the other top managers pic.twitter.com/VC2AhMIxk2— Football Daily (@footballdaily) October 18, 2021 Liðið þarf að vinna betur saman Það er kannski enginn að biðja um hárblásara eins og frá Sir Alex Ferguson forðum daga en það blasir samt við að það þarf að fá liðið til að vinna betur saman að því að nýta sér betur þau gæði sem eru þar innanborðs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að Solskjær verði rekinn. Hann er mjög vel liðinn náungi og virðist vera í góðu sambandi við eiganda félagsins. Þarna erum við líka að tala um manninn sem tryggði félaginu þrennuna ógleymanlegu með sigurmarkinu í Meistaradeildinni vorið 1999. Nú eru samt gríðarlega mikilvægir dagar fram undan. Meistaradeildin gæti verið í hættu með slökum úrslitum á móti Atalanta og svo eru það erkifjendurnir í Liverpool um næstu helgi þar sem tap gæti nánast tekið liðið úr allri titilbaráttu í bráð. Þróun mála í stjórnartíð Solskjær er að þegar væntingarnar vaxa þá hefur liðið gefið eftir og þegar sæti hans fer að glóa þá fer aftur að ganga betur. Það skýrist örugglega margt í næstu tveimur leikjum. Góð úrslit þar breyta miklu en slæm úrslit kalla á enn harðari viðbrögð stuðningsmanna og annarra. "I've got Man United fans on my timeline all the time saying "he's your mate you won't call him out" no I won't."@GNev2 defends the criticism he has received from fans for not calling for Man United to sack Ole Gunnar Solskjaer pic.twitter.com/V1hS2f2jhA— Football Daily (@footballdaily) October 18, 2021 Þurftu að dúsa í 45 mínútur í klefanum eftir leik Það er auðvelt að kunna vel við Norðmanninn vinalega en það er ekki góðmennskan sem mun gera United aftur að meistaraliði. Samkeppnin er mikil á öllum stöðum og þrátt fyrir frábæran leikmannahóp þá er það undir stjóranum komið að fá þá til að vinna sem best saman. Síðustu fréttir úr herbúðum United er að Solskjær hafi verið öskuillur eftir Leicester-leikinn og látið leikmenn dúsa inn í klefa í 45 mínútur eftir leikinn. Kannski er karlinn búinn að átta sig á því að stundum þarf hann að setja vinalega Norðmanninn til hliðar og rifja upp einn hárblásara frá Sir Alex. Solskjær ætti að hafa heyrt þá nokkra á sínum ellefu árum sem leikmaður Ferguson. Það þarf eitthvað að breytast og þeir sem eru ekki alveg búnir að afskrifa taktík norska stjórans verða samt að fá skýr skref í rétta átt í þessari viku.
Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira