Anníe og Katrín keppa við hvor aðra á hverjum degi: Þetta er geðveikt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 08:30 Það geislaði af þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur í viðtalinu. S2 Sport Þetta eru sérstakir dagar hjá íslensku CrossFit konunum Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur. Í fyrsta sinn fá þær tækifæri til að undirbúa sig saman fyrir stórt mót. Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira
Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu