Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 07:30 Mohamed Salah fagnar einu marka sinna í Meistaradeildinni með þeim Curtis Jones og Jordan Henderson. EPA-EFE/JOSE COELHO Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Það eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool en það eru ekki eins góðar fréttir af framtíð Egyptans hjá félaginu. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í framtíð Salah á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik á móti Atletico Madrid í kvöld. Jurgen Klopp on whether Mo Salah's form makes it easier to solve his contract situation:"I don't know. We will see." pic.twitter.com/ltOLhqeEBe— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 18, 2021 Salah hefur nú skorað í níu af tíu leikjum Liverpool á leiktíðinni og getur skorað í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð á Anfield í kvöld. Eftir stórbrotið mark hans og magnaða stoðsendingu í 5-0 sigrinum á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina þá talað Klopp sjálfur um Salah sem besta leikmann heims. Liverpool hefur verið að framlengja samninga sína við lykilmenn á þessu ári en hefur enn ekki náð samkomulagi við Salah. Núverandi samningur hans rennur út í júní 2023. Klopp veit ekki hvort frammistaða Salah að undanförnu auki líkurnar á nýjum samningi. „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp taldi hins vegar vera meiri líkur á því að Salah geti unnið Gullhnöttinn í ár. Klopp was adamant this weekend that Salah is the best player in the world so will Liverpool break their wage structure to keep him around? https://t.co/ZUUigyCK8x— FourFourTwo (@FourFourTwo) October 18, 2021 „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig þú ferð af því að vinna Gullhnöttinn. Ef það snýst um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar og skora flest mörk þá yrði það erfitt fyrir hann. Ef fólk er að verðlauna frammistöðu manna undanfarin tvö ár þá á hann möguleika að mínu mati,“ sagði Klopp. „Fær hann núna loksins viðurkenningu? Hann hefur alltaf fengið hana hér innanhúss en ég veit ekki með utanaðkomandi viðurkenningu. Eftir þessi tvö mögnuðu mörk þá heldur fólk allt í einu að hann geti verið besti leikmaður heims og það er frekar skrýtið. Hann hefur skorað svona mörk og spilað á þessu ótrúlega háa stigi í mörg ár,“ sagði Klopp. „Mínar áhyggjur snúast fyrst og fremst um að hann spili svona aftur og aftur. Ef þið viljið hrósa honum, gerið það endilega því hann á það skilið en núna skilum við undirbúa okkur fyrir Atletico,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira