Hungruðum fjölgar um 140 milljónir Heimsljós 18. október 2021 12:06 WFP/Sean Rajman Tæplega einn milljarður jarðarbúa hefur ekki nóg að borða. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir því á laugardag, á alþjóðlega matvæladeginum, að bæta þyrfti fæðuöryggi fyrir þann hluta mannkyns sem býr við örbirgð. Tæplega einn milljarður jarðarbúa hefur ekki nóg að borða. Í ávarpi í tilefni dagsins kallaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir kröftugum aðgerðum og fjárfestingum til að efla staðbundna matvælaframleiðslu. Hann sagði að hartnær fjörutíu pósent alls mannkyns, um þrír milljarðar jaðarbúa, hafi ekki efni á heilsusamlegri fæðu. Meðal þeirra sem væru í mestri áhættu nefndi hann flóttafólk og þau sem væru á hrakhólum innan eigin ríkis vegna átaka. „Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að þeim sem eiga tæpast til hnífs og skeiðar hefur fjölgað um 140 milljónir. Á sama tíma taka framleiðsluaðferðir okkar, neysla og matarsóun þungan toll af jörðinni og ógnar náttúruauðlindum okkar, loftslagi og náttúrulegu umhverfi – og kostar okkur himinháar fjárhæðir,“ sagði Guterres. Myndband frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um umfang verkefna stofnunarinnar sem veitir um 100 milljónum manna í 88 löndum matvælaaðstoð á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að hungur færist í aukana og tilgreinir sem ástæður stríðsátök, fólksflutninga, loftslagsbreytingar og efnahagsleg áhrif COVID-19. Alþjóðlegi matvæladagurinn, 16. október, er jafnframt stofndagur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem sett var á laggirnar þann dag árið 1945. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent
Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir því á laugardag, á alþjóðlega matvæladeginum, að bæta þyrfti fæðuöryggi fyrir þann hluta mannkyns sem býr við örbirgð. Tæplega einn milljarður jarðarbúa hefur ekki nóg að borða. Í ávarpi í tilefni dagsins kallaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir kröftugum aðgerðum og fjárfestingum til að efla staðbundna matvælaframleiðslu. Hann sagði að hartnær fjörutíu pósent alls mannkyns, um þrír milljarðar jaðarbúa, hafi ekki efni á heilsusamlegri fæðu. Meðal þeirra sem væru í mestri áhættu nefndi hann flóttafólk og þau sem væru á hrakhólum innan eigin ríkis vegna átaka. „Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að þeim sem eiga tæpast til hnífs og skeiðar hefur fjölgað um 140 milljónir. Á sama tíma taka framleiðsluaðferðir okkar, neysla og matarsóun þungan toll af jörðinni og ógnar náttúruauðlindum okkar, loftslagi og náttúrulegu umhverfi – og kostar okkur himinháar fjárhæðir,“ sagði Guterres. Myndband frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um umfang verkefna stofnunarinnar sem veitir um 100 milljónum manna í 88 löndum matvælaaðstoð á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að hungur færist í aukana og tilgreinir sem ástæður stríðsátök, fólksflutninga, loftslagsbreytingar og efnahagsleg áhrif COVID-19. Alþjóðlegi matvæladagurinn, 16. október, er jafnframt stofndagur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem sett var á laggirnar þann dag árið 1945. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent