Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2021 15:00 Jürgen Klopp segir Roberto Firmino til á æfingu Liverpool. getty/Nick Taylor Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu. Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Sádí-arabíski fjárfestingasjóðurinn PIF gekk frá yfirtöku á Newcastle í síðustu viku. Nýju eigendurnir eru vellauðugir en auðæfi þeirra eru metin á 320 milljarða punda. Ekkert fótboltafélag í heiminum á núna ríkari eigendur en Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru mjög spenntir fyrir komandi tímum en ekki eru allir jafn ánægðir. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirtöku Sádí-Arabanna á Newcastle harðlega enda er staða mannréttinda þar í landi er afleit. Þá lýstu hin félögin í ensku úrvalsdeildinni yfir andstöðu við kaup Sádí-Arabanna á Newcastle. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að ekki væri langt þar til Newcastle kæmist á toppinn á Englandi krafti auðæfa Sádí-Arabanna. „Það eru augljóslega áhyggjur af mannréttindum eins og við vitum öll. Hvað þýðir þetta fyrir fótboltann? Fyrir nokkrum mánuðum var mikið fjaðrafok vegna Ofurdeildarinnar, og það skiljanlega. Þetta er eins og að búa til ofurlið sem verður fastagestur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur ár. Það er alveg ljóst,“ sagði Klopp. „Ef eigendurnir eru þolinmóðir verða þeir með ofurlið eftir fimm til sex ár. Þeir eiga nógu mikinn pening til að kaupa alla ensku úrvalsdeildina og kannski vilja þeir það.“ Þriðja félagið sem er í eigu ríkis Klopp sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn væri ekki ávísun á árangur og meira þurfi til. „Stuðningsmenn Newcastle elska þetta, að sjálfsögðu. En fyrir okkur hin er þetta nýtt ofurlið í Newcastle. Það er ekki hægt að kaupa allt með peningum. Þetta tekur tíma. Þeir hafa nógu mikinn tíma til að taka rangar ákvarðanir, svo réttar ákvarðanir og komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Klopp. „Enska úrvalsdeildin hugsaði: prófum þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þetta er þriðja félagið sem er í eigu ríkis. Við þurfum að glíma við þetta. Góðar ákvarðanir eru mikilvægari en peningar og þetta gerist ekki á einni nóttu. Það er ekki öruggt að Newcastle haldi sér uppi. Miklar breytingar eru í vændum.“ Liverpool sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun á meðan Newcastle fær Tottenham í heimsókn í fyrsta leiknum eftir yfirtöku Sádí-Arabanna á félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira