Um fræðilega spurningu væri að ræða en Amalia prinsessa, sem verður 18 ára í desember, gæti vel gifst konu og engu að síður orðið næsta drottning Hollands.
Þess ber að geta að ekkert er vitað um kynhneigð Amaliu en Rutte var að svara fyrirspurn þingmanna úr eigin flokki, sem vildu fá það á hreint hvað gerðist ef erfingi krúnunnar reyndist samkynhneigður.
Samkynhneigðir hafa getað gengið í hjónaband í Hollandi frá 2001 en samkvæmt BBC hefur verið gengið út frá því að þetta ætti ekki við um erfingja krúnunnar, þar sem þeir þurfa að eignast afkvæmi til að viðhalda erfðalínunni.
Hvað varðar erfðarétt barna samkynhneigðrar drottningar eða konungs sagði Rutte málið „skelfilega flókið“ en í stjórnarskránni er talað um „lögmætan erfingja“. Spurningin er þá hvort ættleitt barn eða barn getið með gjafakynfrumum félli undir þá skilgreiningu.
„Við skulum fara þá brú þegar við komum að henni,“ sagði Rutte.