Mendy hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar sjö vikur eftir að hann var handtekinn vegna meintra kynferðisbrota.
Frakkinn situr inni í HMP Altcourse fangelsinu í Liverpool. Settur dagur fyrir réttarhöld hans er 24. janúar á næsta ári.
Mendy var ákærður fyrir að beita þrjár konur kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu í Chester í fyrra og í byrjun þessa árs. Ein kvennannna var yngri en átján ára. Þá var hann ákærður fyrir að nauðga konu í ágúst á þessu ári.
Hinn 27 ára Mendy var í byrjunarliði City í 1-0 tapi fyrir Tottenham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Svo gæti farið að það hafi verið hans síðasti leikur fyrir félagið.
Mendy kom til City frá Monaco 2017. Hann hefur unnið fjölda titla með Manchester-liðinu þótt hann hafi lítið spilað með því vegna meiðsla.