„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:01 Diana Taurasi fagnar sigrinum á Las Vegas liðinu en svo var hún rokin heim til að taka á móti barninu sínu í heiminn. AP/Chase Stevens Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október. NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október.
NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira