Katrín Tanja gat bara ekki hætt að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 08:31 Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti. Instagram/@dottiraudio Vinkonurnar og CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki bara æfingafélagar heldur einnig viðskiptafélagar. Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni. CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio. Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur. Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar. Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu. Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman. Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja. Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni.
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira