Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 13:15 Um 300 manns starfa við íslenska bjórframleiðslu á einn eða annan hátt hjá handverksbrugghúsum út um allt land. Aðsend Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu. Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend
Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira