Boltinn lýgur ekki: Kári verður bestur en veldur Hjálmar vonbrigðum? Boltinn lýgur ekki skrifar 8. október 2021 13:15 Boltinn lýgur ekki er á dagskrá X-ins 977 alla fimmtudaga X977 Liðsmenn útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki eru mjög spenntir fyrir vetrinum hjá Val og þá sérstaklega Kára Jónssyni. Fyrsti þátturinn var sendur út í gær á X977. Í þætti gærdagsins var annars vegar rætt við Kjartan Atla Kjartanson um tímabilið framundan í Subway-deildum karla og kvenna og hins vegar farið yfir spá þáttarins um Subway-deild karla í vetur ásamt öðrum gesti, Steinari Aronssyni. Valsmönnum var spáð þriðja sæti. Umræða þáttarins um lið Vals fór um víðan völl. Fyrst var Kára Jónssyni mikið hrósað sem og umgjörðinni í kringum liðið. „Bestur í liðinu er Kári Jónsson, ég held að hann verði bestur í deildinni í vetur eða í það minnsta besti íslendingurinn í vetur. Kári var frábær í landsleikjunum um daginn og mínar heimildir á Hlíðarenda segja að hann sé mjög ferskur í löppunum. Mínar heimildir á Hlíðarenda eru reyndar ég að mæta í bumbubolta þar stundum í hádeginu og fer og njósna,“ sagði Sigurður og Steinar var sammála. „Tímabilið hjá Val fer náttúrulega svolítið eftir því hvort Kári verði á Íslandi eða ekki. Ég veit ekki hvort hann sé sjálfur að leita en umboðsmaðurinn hans er pottþétt að því,“ sagði Steinar. Svo upphófst smá æsingur þegar annar þáttarstjórnenda vildi meina að Hjálmar Stefánsson væri líklegastur til þess að valda vonbrigðum þegar hann valdi Hjálmar sem þorpara liðsins. Þorpari hvers liðs er leikmaður sem gæti að mati þáttastjórnenda valdið vonbrigðum. „Þorparinn verður Hjálmar Stefánsson. Valur er með þannig „spacing“ að mögulega verður erfitt fyrir Hjálmar að finna sinn staði í liðinu,“ sagði Sigurður en þessi spá hans var algerlega rökkuð niður í hljóðverinu. Hægt er að hlusta á alla umræðuna um Valsliðið hér að neðan. Klippa: Boltinn lýgur ekki - Kári verður besti leikmaður deildarinnar Útvarpsþátturinn Boltinn Lýgur Ekki hóf göngu sína á X977 í gær. Tómas Steindórsson og Sigurður Orri Kristjánsson stýra þættinum sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16-18. Hægt verður að nálgast þáttinn eftir útsendingu bæði á Vísir.is og í hlaðvarpsveitum. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Í þætti gærdagsins var annars vegar rætt við Kjartan Atla Kjartanson um tímabilið framundan í Subway-deildum karla og kvenna og hins vegar farið yfir spá þáttarins um Subway-deild karla í vetur ásamt öðrum gesti, Steinari Aronssyni. Valsmönnum var spáð þriðja sæti. Umræða þáttarins um lið Vals fór um víðan völl. Fyrst var Kára Jónssyni mikið hrósað sem og umgjörðinni í kringum liðið. „Bestur í liðinu er Kári Jónsson, ég held að hann verði bestur í deildinni í vetur eða í það minnsta besti íslendingurinn í vetur. Kári var frábær í landsleikjunum um daginn og mínar heimildir á Hlíðarenda segja að hann sé mjög ferskur í löppunum. Mínar heimildir á Hlíðarenda eru reyndar ég að mæta í bumbubolta þar stundum í hádeginu og fer og njósna,“ sagði Sigurður og Steinar var sammála. „Tímabilið hjá Val fer náttúrulega svolítið eftir því hvort Kári verði á Íslandi eða ekki. Ég veit ekki hvort hann sé sjálfur að leita en umboðsmaðurinn hans er pottþétt að því,“ sagði Steinar. Svo upphófst smá æsingur þegar annar þáttarstjórnenda vildi meina að Hjálmar Stefánsson væri líklegastur til þess að valda vonbrigðum þegar hann valdi Hjálmar sem þorpara liðsins. Þorpari hvers liðs er leikmaður sem gæti að mati þáttastjórnenda valdið vonbrigðum. „Þorparinn verður Hjálmar Stefánsson. Valur er með þannig „spacing“ að mögulega verður erfitt fyrir Hjálmar að finna sinn staði í liðinu,“ sagði Sigurður en þessi spá hans var algerlega rökkuð niður í hljóðverinu. Hægt er að hlusta á alla umræðuna um Valsliðið hér að neðan. Klippa: Boltinn lýgur ekki - Kári verður besti leikmaður deildarinnar Útvarpsþátturinn Boltinn Lýgur Ekki hóf göngu sína á X977 í gær. Tómas Steindórsson og Sigurður Orri Kristjánsson stýra þættinum sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16-18. Hægt verður að nálgast þáttinn eftir útsendingu bæði á Vísir.is og í hlaðvarpsveitum.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira