Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2021 22:48 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn að landa sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok. „Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti